Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. ágúst. 2009 03:03

Ekki boðið upp á fjarnám eða dreifinám í FVA

Vegna samdráttar í fjárveitingum frá menntamálaráðuneyti getur Fjölbrautaskóli Vesturlands hvorki boðið upp á fjarnám né dreifnám á komandi haustönn. Í tilkynningu á heimsíðu skólans segir að þó verði reynt að koma til móts við nemendur sem eiga lítið eftir til að ljúka þeirri námsbraut sem þeir eru skráðir á og hafa ekki möguleika á að ljúka námi á annan hátt. Nemendur sem þannig eru staddir þurfa að hafa samband við stjórnendur skólans. Boðaður samdráttur í fjárveitingum frá ráðuneytinu til framhaldsskóla í landinu hefur í för með sér að fjárveiting til fjarkennslu og dreifnáms verður skert um 50%.

Í fundargerð skólanefndar FVA má greina að skólasókn verður dýrari en áður fyrir nemendur, sérstaklega þá sem þurfa að vera á heimavist.  Húsaleiga og fasteignagjöld hafa hækkað um helming frá síðasta ári. Fyrirsjáanlegur mismunur á tekjum og gjöldum er neikvæður um tæpar þrjár milljónir. Samþykkt var á fundi skólanefndar að húsaleiga á heimavist hækki úr 49 þúsundum króna í 55 þúsund. Þá hækkar gjaldskrá mötuneytis um 7% vegna hækkunar á hráefnisverði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is