Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2009 01:21

Skólastarf með eðlilegum hætti þrátt fyrir flensu

Allt skólastarf í landinu getur hafist með eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar H1N1. Þetta er tekið fram af gefnu tilefni því talsvert er um fyrirspurnir frá skólastjórnendum, foreldrafélögum og fleirum um möguleg áhrif inflúensufaraldursins á starfsemi skóla á komandi haustönn.  Málið var rætt í morgun á fundi samráðsnefndar sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra og fulltrúa ráðuneyta. Nú hafa 112 einstaklingar greinst hér á landi með flensuna, 61 karl og 51 kona. Flestir eru á aldrinum 15-29 ára og mikill meirihluti tilfellanna, 80 af alls 120, er á höfuðborgarsvæðinu.  Í framhaldi af umræðunni vill sóttvarnalæknir árétta eftirfarandi:

 

 

 

 

 

1.         Inflúensufaraldurinn er tiltölulega vægur og skapar engar forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á því að geta hafist með eðlilegum hætti.

2.         Unnið er að viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs fyrir skóla landsins í samvinnu menntamálaráðuneytis og skólastjórnenda. Gert er ráð fyrir að sú áætlun verði tilbúin fyrir 1. september 2009.

3.         Skólastjórnendur eru hvattir til að halda því á lofti við nemendur og starfsmenn skóla að hreinlæti sé það sem mestu máli skipti til að draga úr smithættu. Þar ber fyrst að nefna handþvott en einnig að fólk hafi á sér einnota pappírsþurrkur til að hnerra eða hósta í. Vísað er á heimasíðuna influensa.is þar sem frekari upplýsingar er að finna.

4.         Veikist nemandi, þannig að einkennin bendi til inflúensu, er honum ráðlagt að halda sig heima í sjö daga frá upphafi veikinda.

5.         Ekki er mælt með fyrirbyggjandi veirulyfjameðferð í skólum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is