Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. ágúst. 2009 03:03

Stefnir í fjölbreytta landbúnaðarsýningu í lok ágúst

Undirbúningur landbúnaðarsýningarinnar Glætu 2009 sem haldin verður í Borgarnesi síðustu helgina í ágúst gengur vel, að sögn Sigríðar Sjafnar Helgadóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar.  “Sala í bása er langt komin og hafa mörg fyrirtæki staðfest þátttöku. Þó eru enn nokkur laus pláss og ef einhverjir hafa áhuga að kynna sig eða sitt fyrirtæki, þá er bara að hafa samband við Birnu hja www.markfell.is sem sér um skráningarnar,” segir Sigríður.

Hún segir að dýrasýning verði á Glætu þar sem m.a. hestar, kindur, kýr, endur, fasanar, geitur, íslenskar landnámshænur, perluhænur, silkihænur og kanínur verða sýndar. “Sérstakar gamlar dráttarvélar verða til sýnis, Rita í Ullarselinu ætlar að sýna okkur sitthvað og hrútaþukl verður fyrir gesti. Fegurðasamkeppni íslenska hundsins fer fram á sviði á sýngunni og verður álitsgjafi Sigríður Pétursdóttir frá Ólafsvöllum. Við auglýsum hér með eftir þátttakendum í þá keppni. Óskað er eftir að umsjónarmenn þátttakenda skrái þá á netfangið sigridur.s@simnet.is Nánari tímasetningar og föst dagskrá fer í auglýsingu í næstu viku. Þá vonum við að dagskrá og önnur atriði hafi verið fastnegld og að enn hafi aukist á fjölbreytileikann,” segir Sigríður Sjöfn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is