Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2009 09:28

Borgarbyggð vill losna undan sérleyfissamningi

Í upphafi ársins 2009 var sett af stað tilraun með almenningssamgöngur í samstarfi Hvalfjarðarsveitar, Borgarbyggðar, Akraneskaupstaðar og Strætó bs. Tilraunin bar ekki þann árangur sem væntingar stóðu til og er sameiginleg niðurstaða sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar að láta staðar numið að sinni. Þá mun Strætó bs hætta akstrinum þegar sumaráætluninni lýkur seinni hluta ágústmánaðar, nánar tiltekið þann 23. Þeir íbúar Hvalfjarðarsveitar og Borgarbyggðar sem eiga ónýtt kort geta snúið sér til Strætó bs vegna endurgreiðslu.

En málið er ekki svona einfalt því nú hefur sveitarfélagið Borgarbyggð sérleyfi á akstursleiðinni Borgarnes – Reykjavík og vilja stjórnendur sveitarfélagsins losna undan því samhliða því að Strætó hættir akstrinum á leiðinni. “Staðan í þessu máli er sú í dag að við höfum óskað eftir því við Vegagerðina að Borgarbyggð losni undan sérleyfissamningnum strax,” segir Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar um stöðuna varðandi almenningssamgöngur milli Borgarness og Reykjavíkur. Samningurinn um sérleyfið gildir til loka árs 2010 en Páll segir ákvæði um að hann sé uppsegjanlegur um áramót. “Við vonumst til að fá svar við þessu erindi okkar í vikunni en ef við losnum ekki undan samningnum núna verður sveitarfélagið að semja við einhvern um að sjá um þessar ferðir fram til áramóta. Ef Vegagerðin er hins vegar tilbúin að losa okkur undan samningnum er það hennar að bjóða út þessar ferðir,” segir Páll. Hann segir nokkuð ljóst að Borgarbyggð hafi ekki burði núna til að standa undir niðurgreiðslum á almenningssamgöngum.

 

Páll segir forsendur hafa breyst talsvert eftir að lagt var upp með þessa metnaðarfullu áætlun um strætóferðir, sérstaklega eftir að áætlunarbílum í Dali og á Snæfellsnes var leyft að setja út farþega í Borgarnesi. “Okkur tókst heldur ekki að samræma strætóferðirnar við áætlunarferðirnar í Dalina og á Snæfellsnes, þannig að það töpuðust farþegar við þetta,” segir Páll S. Brynjarsson.

 

Þegar strætóferðum í Borgarnes lýkur hættir strætisvagn að stoppa á planinu við Hvalfjarðargöngin eins og Akranesstrætó hefur gert frá því ferðir hófust í Borgarnes. Ekki eru nein áform uppi af hálfu Hvalfjarðarsveitar að ganga inn í samning Akraneskaupstaðar við Strætó bs. þar sem það kostar of mikla peninga fyrir sveitarfélagið. Þeir sem ætla til og frá Hvalfjarðarsveit eiga þó möguleika á að nota áætlunarbíla sem fara vestur og norður en Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit sagðist ekkert geta tjáð sig um almenningssamgöngur í sveitarfélaginu fyrr en ljóst yrði hvernig þessum málum yrði háttað á leiðinni milli Borgarness og Reykjavíkur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is