Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2009 07:06

Stálpaðir kríuungar drepast við Breiðafjörð

Talsvert hefur verið um að stálpaðir kríuungar hafi drepist á norðanverðu Snæfellsnesi og í Flatey í sumar. Freydís Vigfúsdóttir hjá Háskólasetrinu í Stykkishólmi, sem fylgist með afkomu kríunnar á Snæfellsnesi, segir að mun betra ástand hafi verið á kríuungum á sunnanverðu nesinu í sumar. “Þetta virtist allsstaðar ganga vel í byrjun og lítið var um að ungar dræpust í hreiðrum eins og í fyrra. Svo fórum við að verða vör við að ungar dræpust við Stykkishólm og sama hefur verið að gerast allt út undir Rif og kollegi minn í Flatey hefur einnig orðið var við þetta. Þetta er ungar sem eru við það að verða fleygir en þegar þeir eru að mynda flugfjaðrir eykst orkuþörf þeirra mikið og ef fæðan er ekki nálægt og í yfirborði sjávar þá getur eins til tveggja daga sultur riðið ungunum að fullu,” segir Freydís.

 

 

Hún segir að krufnir hafi verið um 600 ungar sem fundust dauðir í fyrra og í öllum tilvikum hafi sultur orðið þeim að aldurtila. “Við erum með ákveðna reiti þar sem við merkjum unga og fylgjumst með þeim. Það hefur komið í ljós að við getum eftir mælingar sagt til um hverjir þeirra muni lifa og hverjir ekki,” segir hún. Freydís vill ekkert fullyrða um hvað orsaki fæðuskortinn en makríl- og síldargöngur inn Breiðafjörð hafa verið nefndar í þessu sambandi, þar sem þessir fiskar séu í beinni samkeppni við kríuna um sílin í sjónum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is