Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2009 08:08

Vitjuðu slóða forfeðranna

Glen Thorsteinsson við myndatöku hér á landi
Nokkuð er um að afkomendur vesturfaranna sem fluttu til Kanada á þarsíðustu öld, vitji slóða forfeðranna. Í síðustu viku var stödd hér á landi fjölskylda sem ættir á að rekja vestur á Mýrar, afkomendur hjónanna Péturs Péturssonar, sem kallaður var snikkari, og Jóhönnu Þórðardóttur frá Langárfossi. Pétur snikkari byggði elsta hlutann af Ensku húsunum við Langá árið 1884 en þau hjón fluttu síðan til Kanada um aldamótin 1900. Ensku húsin hafa nú verið endurbyggð og er þar rekin myndarleg ferðaþjónusta.

Glen Thorsteinsson er barnabarnabarn Péturs og Jóhönnu. Hann er kvikmyndagerðarmaður og nýtti hann ferðina til að kvikmynda í húsinu og umhverfi þess á Langárbökkum. “Þetta er í fimmta sinn sem fólk sem á ættir sínar að rekja til þessara hjóna kemur í heimsókn hingað til lands og í Ensku húsin til okkar. Fyrir þremur árum komu í heimsókn til okkar 26 manns, afkomendur þeirra, og dvöldu hjá okkur í sex daga. Það er gaman hversu vel þetta fólk ræktar uppruna sinn ekki síst þar sem þau eru afkomendur Péturs snikkara sem byggði elsta hluta húsanna,” sagði Ragnheiður Jóhannesdóttir staðarhaldari í Ensku húsunum í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is