Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2009 04:01

Öfgakennd sala á prjónavörum vegna stöðu gengisins

Guðfinna og Ingibjörg prjóna fyrir Handprjónasambandið.
Handprjónasamband Íslands er samvinnufélag sem stofnað var í nóvember árið 1977. Sambandið var stofnað af um 1.000 einstaklingum, aðallega konum, víðsvegar um landið sem höfðu drýgt heimilistekjurnar með því að prjóna peysur og aðrar vörur úr íslenskri ull. Vörurnar höfðu menn síðan selt til hinna ýmsu aðila sem ráku ferðamennaverslanir eða keyptu vörunar til útflutnings. Með stofnun Handprjónasambandsins vildu menn hafa þessi viðskipti á eigin hendi og jafnframt bæta kjör prjónafólks. Virkir meðlimir samtakanna eru nú um 200 en nýir félagar bætast stöðugt í hópinn. Bryndís Eiríksdóttir starfsmaður Handprjónasambandsins segir áhugann fyrir íslenskum ullarvörum hafa aukist mikið og sala á lopa einnig. “Áhuginn fyrir að kaupa ullarvörurnar hefur alltaf verið fyrir hendi hjá útlendingunum en þegar gengið var sem hæst datt salan niður einfaldlega vegna þess að verðið var allt of hátt fyrir þá. Nú má segja að salan sé öfgakennd á hinn veginn,” segir Bryndís.

Hún segir að Íslendingar prjóni líka meira núna og sem betur fer sé endurnýjun í hópi prjónakvenna.

 

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við tvær prjónakonur af Vesturlandi, þær Guðfinnu Magnúsdóttur og Ingibjörgu Guðjónsdóttur en þær hafa um árabil verið félagar í Handprjónasambandinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is