Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2009 09:02

Ráðstefna um PISA rannsóknirnar

Dagana 17. og 18. ágúst næstkomandi verður haldin á Grand Hótel Reykjavík ráðstefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar í samvinnu við menntamálaráðuneytið, um niðurstöður PISA 2006 rannsóknarinnar. Samtímis kemur út ný norræn skýrsla um PISA 2006, Northern Lights on PISA 2006, sem gefin er út af Norrænu ráðherranefndinni og unnin af hópi norrænna sérfræðinga. Öll Norðurlöndin hafa tekið þátt í PISA frá upphafi og hafa finnskir nemendur ætíð staðið sig best allra. Ísland, Noregur og Danmörk hafa sýnt svipaða frammistöðu, en Ísland hefur skorið sig úr sökum mikils munar á frammistöðu stúlkna og drengja. Ísland er eitt af fáum löndum í allri rannsókninni þar sem stúlkur eru að jafnaði betri í öllum greinum en drengir.

Á ráðstefnunni verður fjallað nánar um þennan kynjamun og rætt hvað gæti hugsanlega skýrt hann. Frammistaða flestra landa í lestri hefur farið versnandi frá árinu 2000 þegar fyrsta rannsóknin var gerð og er sú staðreynd nokkurt áhyggjuefni. Hér á landi er þessi tilhneiging mjög skýr en seint á árinu 2010 eru væntanlegar nýjar niðurstöður í lestri sem varpa frekara ljósi á þróun mála.

 

Þátttakendur á ráðstefnunni koma frá öllum Norðurlöndunum og eru bæði úr rannsóknageiranum og frá ráðuneytum og stofnunum sem hafa með skólamál að gera. Flutt verða mörg erindi um ýmsar hliðar rannsóknarinnar með áherslu á hinar norrænu niðurstöður og samanburð á milli Norðurlanda.

Fyrri dag ráðstefnunnar verður áhersla á frammistöðu nemenda í náttúrufræði og síðari daginn verður meðal annars fjallað um rafrænar prófanir og beinar rannsóknir á því sem gerist í kennslustundum. Einungis Danmörk og Ísland tóku þátt í rafrænni prófun á frammistöðu í náttúrufræði. Gerð verður grein fyrir niðurstöðu þess hluta rannsóknarinnar og frammistaða á rafrænum prófum borin saman við hefðbundnar prófanir. Að loknum erindum munu þátttakendur taka þátt í umræðum.

 

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Dagskráin hefst kl. 9:00 báða dagana.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is