Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. ágúst. 2009 12:48

Viðmiðunarverð dilkakjöts hækkar um 11 prósent

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda samþykkti á fundi sínum í gær að gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti fyrir yfirstandandi ár.  Samtökin hafa heimild til þess samkvæmt búvörulögum þrátt fyrir að ekki sé um opinbera verðlagningu að ræða.  Vegið meðalverð hækkar um 11% frá síðustu verðskrá sem gefin var út í apríl 2008. Samkvæmt henni verður meðalverð til bænda fyrir dilkakjöt 475 kr/kg (án vsk) í haust en rúmar 147 kr/kg fyrir kjöt af fullorðnu fé.  Vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæplega 15% frá útgáfu síðustu verðskrár en í ljósi erfiðrar stöðu á kjötmarkaði var ákveðið að ganga ekki lengra nú, segir í tilkynningu frá samtökunum.

“Mesta breytingin felst í því að ekki er lengur gefið út viðmiðunarverð fyrir dilkakjöt til útflutnings en bændur hafa fengið minna greitt fyrir það en kjöt á innanlandsmarkað.  Útflutningsskylda á dilkakjöti er fallin niður en mun hagstæðara er nú að flytja út en þegar viðmiðunarverð var síðast gefið út vegna gengisfalls íslensku krónunnar.  Hækkunin kemur að mestu fram í því að útflutningsverðið er hækkað upp í innanlandsverð en verðskráin fyrir kjöt á innanlandsmarkað hækkar aðeins um rúm 2% frá fyrra ári. Breytingarnar eru því ekki miklar innanlands, en miklu skiptir að áfram takist vel til með útflutning.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is