Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. ágúst. 2009 10:25

Vesturlandsliðin töpuðu fyrir toppliðunum

Vesturlandsliðin biðu bæði lægri hlut í leikjum sínum í 1. deildinni í gærkveldi. Haukar unnu ÍA 1:0 á Skaganum og topplið deildarinnar Selfoss gaf botnliðinu engan grið þegar liðinu mættust á Ólafsvíkurvelli. Víkingar töpuðu leiknum 1:6 og sitja enn sem fastast á botni deildarinnar með aðeins 7 stig. ÍA er áfram með 17 stig í 10. sæti deildarinnar og Afturelding í því 11. með 14 stig, en Mosfellingar töpuðu 2:1 fyrir KA á Akureyri í gærkveldi. Vesturlandsliðin mætast í næstu umferð 1. deildar á Akranesvelli nk. þriðjudagskvöld.

Það voru aðeins fjórar mínútur liðnar af leiknum á Skaganum í gærkveldi þegar gestirnir úr Hafnarfirði voru búnir að skora. Úlfar Hrafn Pálsson skoraði þá af stuttu færi eftir góðan undirbúning Hilmars Tryggva Arnarson, en eitthvað var Skagavörnin róleg þegar þetta gerðist. Haukarnir léku betur í fyrri hálfleiknum og mjög dauft var yfir sóknarleik Skagamanna. Minnstu munaði að Guðmundi Böðvari Guðjónssyni tækist að jafna metin þegar hann átti þrumuskot á mark Hauka af  tæplega 40 metra færi. Þetta gerðist á 51. mínútu leiksins og þurfti markvörður Hauka að hafa sig alla við. Skagamenn áttu öllu meira í seinni hálfleiknum án þess þó að skapa sér verulega hættuleg færi, en segja má að sigur Haukanna hafi verið fyllilega sanngjarn.

Ólafsvíkur Víkingar voru alls ekki að leika svo illa í fyrri hálfleiknum á móti Selfyssingum. Brynjar Gauti Guðjónsson kom heimamönnum yfir með góðu marki snemma leiks. Skömmu síðar var dæmt vítaspyrna á Víkinga sem Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði úr fyrir Selfyssinga og jafnaði leikinn. Dalibor Netic varnarmaður Víkinga varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark um það bil sem leiktíminn var að renna út í fyrir hálfleiknum.

Víkingar voru því 1:2 undir í leikhléinu og það voru ekki liðnar nema tvær mínútur af seinni hálfleiknum þegar Selfyssingar voru búnir að skora þriðja markið. Það gerði Stefán Ragnar Gunnlaugsson eftir að hafa haft betur í skallaeinvígi upp við markið. Leikurinn einkenndist síðan af miðjuþófi en vonleysi var farið að gæta hjá Víkingum þegar gestirnir bættu við þremur mörkum á síðustu tíu mínútum leiksins. Fyrst skoraði Arelíus Marteinsson og markamaskínan Sævar Þór Gíslason skoraði svo tvívegis í blálokin.

þá

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is