Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. ágúst. 2009 02:09

Tvær útafkeyrslur í Ólafsvík

Annar bílanna, en þeir eru báðir ónýtir eftir óhöppin. Ljósm. sig.
Tvær útafkeyrslur urðu í gær í umdæmi lögreglunnar í Ólafsvík. Sú fyrri var klukkan sjö um morguninn við Bug þar sem ökumaður missti bifreið sína út af og hafnaði á sjóvarnargarði. Þykir mikil mildi að bæði ökumaður og farþegi sluppu án alvarlegra meiðsla og er öryggisbeltum þakkað það sem og líknarbelgjum sem sprungu út. Seinni útafkeyrslan varð um miðjan dag á Útnesvegi þar sem erlendir ferðamenn misstu bíl sinn útaf við Saxhól. Endastakkst bifreiðin í moldarbarð. Fernt var í bílnum og slapp fólkið án alvarlegra meiðsla og má sömuleiðis þakka notkun öryggisbelta og að líknarbelgir sprungu út að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Báðar eru bifreiðarnar ónýtar. Tildrög þessara óhappa eru í rannsókn. 

Óhætt er að segja að mikið annríki hafi verið hjá lögreglu og sjúkraflutningamönnum vegna þessara óhappa. Sjúkraflutningamennirnir voru ekki fyrr komnir til baka til Ólafsvíkur og búnir að fylla bensín á sjúkrabílinn, eftir að hafa sinnt fólkinu úr fyrra óhappinu, þegar þeir voru kallaðir út vegna seinna slyssins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is