Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. ágúst. 2009 01:05

Flateyjarbók hin nýja komin út

Símaskrá Flateyjar 2009 er komin út í sjöunda sinn, stærri og efnismeiri en fyrr og stútfull af áhugaverðum upplýsingum og lesefni sem allir unnendur Flateyjar og Breiðafjarðareyja ættu að lesa. Sjálfsagt kemur það einhverjum á óvart að gefin skuli út sérstök símaskrá fyrir eyju þar sem einungis fimm manns á tveimur heimilum búa árið um kring, í Læknishúsinu og Krákuvör. Í símskránni eru hvorki meira né minna en 700 símanúmer og rúmlega 300 netföng, sem tengjast húsum og fólki í Flatey, Hvallátrum, Svefneyjum, Sviðnum og Skáleyjum. Allar þessar eyjar og eyjaklasar tilheyra Reykhólahreppi eins og langmestur hluti Breiðafjarðareyja.

Í símaskránni 2009, sem fremur mætti telja alfræðirit en símaskrá, er meðal annars hægt að lesa um alla bátana í Flatey og nálægum eyjum, um höfðinglega gjöf til væntanlegrar heimasíðu Flateyjar, um bæja- og húsakönnun í Flatey, umhverfisverðlaun Framfarafélagsins, legstaðaskrá fyrir Flateyjarkirkjugarð, stýrishúsið af Konráði BA 152 og um velunnara Flateyjar. Þá er einnig áhugaverð og ljóslifandi leiðsögn Guðmundar Stefánssonar á Myllustöðum um Flatey, þar sem gengið er með lesandanum um eyna frá frystihúsinu og alla leið út á Lundaberg. Þá er nærtækt að lesa líka samantektir um Flateyjarkirkju eftir Guðmund og um húsin í Flatey eftir Gunnar Sveinsson.

 

Þeir sem vilja eignast símaskrá Flateyjar geta lagt eitt þúsund krónur (auk 150 króna póstburðargjalds) inn á reikning fjáröflunarnefndar Flateyjarkirkju hjá Nýja Kaupþingi (0313-22-000836, kennitala 211149-4859), eigandi Kirkjusjóður Flateyjarkirkju (fjáröflunarnefnd), og hún verður send um hæl.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is