Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. ágúst. 2009 09:06

Kynntu stöðu og horfur sauðfjárbænda

Nokkrir fundarmanna í Dalabúð.
Landssamtök sauðfjárbænda héldu fund í Dalabúð í Búðardal í gær. Fundurinn var einn af fjórum sem samtökin ætla að halda um landið næstu daga. Mjög góð mæting var af sauðfjárbændum af Vesturlandi og Vestfjörðum. Framsögumenn voru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður LS og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri. Kynnti þeir tillögur um hækkun viðmiðunarverðs fyrir kjöt í haust og fóru yfir stöðuna á kjötmarkaðinum. Fram kom að reiknað er með 7-8% samdrætti í sölu á dilkakjöti á þessu ári en síðustu þrjá mánuði hefur verið 23% samdráttur miðað við sömu mánuði 2008.

Kynnt voru drög að nýjum verðlagsgrunni fyrir sauðfjárbú. Sýna þau að staðan er ekki góð hjá sauðfjárbændum, sérstaklega þeim sem skuldsettir eru. Tekjur þurfa þannig að aukast um 23,1% eða kostnaður að lækka um 18,7% til að núllpunkti sé náð í rekstri búanna. Sauðfjárbú eru samkvæmt því að meðaltali rekin með tapi án þess að tekið sé tillit til fjármagnsliða. Staðan er því sú að margir sauðfjárbændur eru orðnir launalitlir eða launalausir vegna gríðarlegrar hækkana á rekstrargjöldum.

Loks má geta þess að fram komu áhyggjur fundarmanna vegna þess að framstilling dilkakjöts í sumum matvöruverslunum er óviðunandi og jafnvel dæmi um að dilkakjöt sé ófáanlegt í sumum þeirra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is