Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2009 07:50

Markalaust jafntefli í Vesturlandsslagnum

Hún var ekki rishá knattspyrnan sem leikin var á Akranesvelli í gærkveldi þegar Vesturlandsliðin mættust í 17. umferð 1. deildar. Leikur ÍA og Víkings frá Ólafsvík einkenndist af háum og löngum spörkum, ekki mikið um spil og afar fá marktækifæri litu dagsins ljós. Niðurstaðan var markalaust jafntefli og breyttist innbyrðist staða neðstu liðanna í deildinni ekkert. Á sama tíma gerði Afturelding 3:3 jafntefli við ÍR í Mosfellsbænum. ÍA er eftir umferðina sem fyrr í 10. sæti deildarinnar með 18 stig, Afturelding í 11. sæti með 15 stig og Víkingur Ólafsvík á botninum með 8 stig, nánast fallinn í 2. deildina.

Aðstæður voru fremur erfiðar á Skaganum í gærkveldi sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar rigndi eins og hellt væri úr fötu og hann blés úr suðvestri. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleiknum og voru mun betri aðilinn, fengu einar níu hornspyrnur meðan Víkingar fengu einungis eina. En færin voru fá og nýttust ekki. Strax á fjórðu mínútu felldi Elínbergur Sveinsson hinn unga Andra Adolphson í liði Skagamanna rétt við teiginn. Við það fengu heimamenn ákjósanlegt færi en Einar Hjörleifsson í marki Víkings varði vel skot Jóns Vilhelms Ákasonar. Besta færi Skagamanna í hálfleiknum kom á 36. mínútu þegar Andri hitti boltann illa í dauðafæri eftir góða sendingu frá Pálma Haraldssyni sem kom inn í liðið í stað Árna Thors Guðmundssonar sem gat ekki leikið sökum meiðsla.

Leikurinn jafnaðist í seinni hálfleiknum, Skagamenn þó áfram betri aðilinn án þess að skapa sér þó hættuleg færi, fyrr en rétt undir blálokin þegar þeir sóttu stíft, en það var um seinan og jafntefli því staðreynd. Víkingar börðust vel í leiknum og uppskáru það sem þeim hefur ekki tekist frá því á síðustu leiktíð, að halda markinu hreinu. Þeirra besti maður í leiknum var Einar markvörður, vörnin var sterk og einnig voru þeir þéttir fyrir á miðjunni Hermann Geir Þórsson og Brynjar Gauti Guðjónsson. Hjá Skagamönnum voru þeir einna bestir yngsti og elsti maður liðsins, Andri Adolpsson meðan hans naut við og Pálmi Haraldsson. Heimir og Helgi Pétur voru sterkir í vörninni og Igor Pecic kom vel út á miðjunni.

 

Næstu leikir Vesturlandsliðanna verða gegn Akureyrarliðunum nk. laugardag. ÍA sækir þá KA heim til Akureyrar en Víkingar fá Þórsara í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is