Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2009 08:28

Ný fjarskiptastöð á Miðfelli veldur straumhvörfum

Undir lok júlí var lokið við að tengja nýtt fjarskiptamastur á Miðfelli norðvestur af Snæfellsjökli. Það er Neyðarlínan sem hafði veg og vanda að framkvæmdinni en margir njóta góðs af, bæði fyrirtæki í fjarskiptaþjónustu, en ekki síður íbúar, ferðamenn og sjófarendur við Snæfellsnes. Í nýja mastrinu er meðal annars búnaður fyrir Tetra, Símann, Vodafone, AIS fyrir Vaktstöð siglinga og stafrænu tilkynningaskilduna. “Það má segja að þarna sé á einum stað allt öryggiskerfið saman komið. Nú hafa til dæmis margir dauðir blettir verið afmáðir í GSM sambandinu á þessum slóðum og þannig komið á sambandi í meira og minna allan þjóðgarðinn og utanvert Snæfellsnes. Drægni sendisins er auk þess um 100 kílómetrar á haf út þannig að nú hefur verið stórbætt öryggi skipa og sjófarenda á svæðinu. Það er gaman að segja frá því að með þessum sendi er komið í fyrsta skipti GSM samband á Rauðasand í Barðastrandarsýslu,” sagði Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar í samtali við Skessuhorn.

Þórhallur segir að þetta verkefni hafi verið stórt og kostnaðarsamt og það hafi meðal annars verið styrkt af Fjarskiptasjóði til að bæta GSM sambandið. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar unnið var að lagningu jarðstrengja í mastrið á Miðfelli. Koma þurfti bæði rafmagni og ljósleiðara á staðinn og hér er verið að leggja kaplana í jörðu sunnan við Sjónarhól en þar liggur vegur um Eysteinsdal að Snæfellsjökli að norðanverðu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is