Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. ágúst. 2009 03:02

Héldu tombólu fyrir Lífsbjörgu

Á dögunum héldu nokkrir krakkar frá Hellissandi og Rifi tombólu fyrir utan Hraðbúðina á Hellissandi til styrktar Björgunarsveitinni Lífsbjörgu. Gekk salan ljómandi vel hjá þeim því á fjórum dögum tókst þeim að safna hvorki meira né minna en 22.403 krónum. Geri aðrir betur. Voru björgunarsveitarmenn yfir sig undrandi af þessum magnaða árangri krakkanna.  Í gær mættu þau svo öll fyrir utan Hraðbúðina til þess að afhenda árangur erfiðisins.  Þar mættu björgunarsveitarmenn til þess að taka á móti þessari góðu gjöf.  Að launum fyrir gjöfina færðu björgunarsveitarmennirnir krökkunum endurskinsmerki sem smá þakklætisvott og buðu þeim síðan á rúntinn á Fordinum. Þótti þeim það alls ekki leiðinlegt. 

Komu þau meðal annars við á Gufuskálum þar sem að Þór staðarhaldari tók á móti þeim og sýndi þessu verðandi björgunarsveitarfólki allt æfingasvæðið. “Vilja björgunasveitarmenn þakka þessum hópi kærlega fyrir frábært framtak.  Það er gott til þess að vita hvað það eru margir sem standa við bakið á okkur nú þegar við stöndum í byggingu á nýju og glæsilegu björgunarsveitarhúsi,” segir í tilkynningu frá Lífsbjörgu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is