Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2009 07:09

Fé á villigötum í Þursaborg

Kindurnar í sjálfheldu á sillu í Þursaborg.
Sá einstæði atburður gerðist að ær með tvö lömb sást í fjallinu Þursaborg sem er eyland í miðjum Langjökli. Kindurnar sáust úr þyrlu síðastliðinn föstudag og var lögreglu gert viðvart. Yfirlögregluþjónn í samráði við sýslumann fól heimamönnum að kanna með möguleika á hvort björgun væri gerleg og reyndist mat þeirra vera að ráðlegast væri að fella kindurnar þar sem þær voru enda talið fullvíst að um línubrjóta væri að ræða. Kindurnar reyndust vera frá Bjarnastöðum í Sveinsstaðahreppi í Austur Húnavatnssýslu. Þær reyndust við nánari skoðun vera langt leiddar af hungri enda lítið sem ekkert gras á svæðinu. Vegalengdin frá Þursaborg í jökulrönd, þangað sem styst er, er um sjö kílómetrar. Þursaborg er í ríflega 1300 metra hæð yfir sjó. Fjallið er í dag talsvert hátt yfir jöklinum, en einungis eru um sjötíðu ár síðan menn sáu fyrst móta fyrir þúst í jöklinum, en síðan hafa jöklar hér á landi hopað gríðarlega. Að sögn heimamanna í uppsveitum Borgarfjarðar mun þetta vera í fyrsta sinn sem vitað er að fé hafi álpast upp á Þursaborg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is