Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2009 08:05

Danskir dagar um næstu helgi

Um helgina fer fram fjölskylduhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi. “Hátíðin, sem nú er haldin í 16. skiptið, verður með glæsilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Spáð er bongóblíðu og ætti því enginn að vera svikinn af því að skella sér í Hólminn um helgina og vera “ligeglad”,” segir í tilkynningu frá Daða Heiðari Sigurþórssyni framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Á dagskrá hátíðarinnar er víða komið við en hápunktur hennar er á laugardaginn. Hún hefst engu að síður í dag, fimmtudag, og lýkur á sunnudag.

Dagskráin er þannig:

 

 

 

 

Fimmtudagur

Heimamenn skreyta bæinn með jólaljósum, blöðrum fánum og öllu því sem þeir telja að auki vinningslíkur þeirra hverfis í hinni alræmdu Hverfagrillskeppni. Í Hverfagrillskeppninni eru það s-in fjögur sem skipta máli: SKRAUT – SÖNGUR – STEMNING & SEÐLAR/MÚTUR.

Dómgæsla keppninnar er í höndum fagurkeranna Björns Ásgeirs “Forseta” Sumarliðasonar og Guðmundar Amlin. Í fyrra ferðuðust þeir félagar um á Volvo Amazon árg.´56 og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa hvaða farartæki þær velja í ár. Stórsöngkonan Elísa Vilbergsdóttir sópran ásamt þeim Andreas Baumeister bass-barítón og Gerrit Schuil pianista stytta biðina eftir Dönskum dögum með alkunnum laglínum á tónleikum í Stykkishólmskirkju undir yfirskriftinni „Klassík og klassískt“.

 

Föstudagur

Gestir streyma í bæinn og geta skellt sér í ævintýrasiglingu um Breiðafjörð með Sæferðum eða dúndrað einhvern góðan vin niður í paintball fram að grillveislunum, sem haldnar eru í öllum hverfum bæjarins. Í hverfagrillveislunum gægjast gamlir gullbarkar og gítarfingur fram á sjónarsviðið og láta ljós sitt skína. Þeir hörðustu skella sér svo í bæinn í hina rómuðu dönsku stemmningu sem er á öldurhúsum gamla miðbæjarins.

 

Laugardagur

Á Dönskum dögum er laugardagurinn hápunktur dagskráarinnar. Strax kl.10 um morguninn geta árrisulir gestir valið úr gönguferðum með leiðsögn annars vegar á Drápuhlíðarfjall (Gullfjalls Hólmara), eða um Stykkishólm. Ef það þykir ekki næg hreyfing þá bjóða Snæfells-stelpur upp á ratleik um Hólminn. Kl.13:00 tekur svo lúðrasveit Stykkishólms við og marserar í broddi fylkingar hátíðargesta í skrúðgögnu frá Grunnskólanum að Tívolí svæðinu, sem staðsett er í Plássinu í gamla miðbænum. Þar tekur glæsileg dagskrá við, þar sem helst ber að nefna: Bjarna töframann, barnaleikritið Pínu pokastelpu í boði Bónus, Tívolí leiktæki, Heru Björk m/danska evróvision slagarann sinn, Kassaklifur Berserkja, Markaðstjöld, Legokeppni í boði Sjávarborgar, Sultu/marmelaðikeppni, Aksjón Lionsmanna, Skotkeppni úrvalsdeildarliðs Snæfells, Paintball, Laser tack, svo fátt eitt sé nefnt.

Tónlistarmaðurinn Gulliverður með tónleika í gömlu kirkjunni kl.17:00 þar sem hann mun flytja frumsamið efni.

Þeir sem vilja fá danska stemmningu beint í æð geta farið á Hótel Stykkishólm kl.18, þar sem verður boðið upp á danskt hlaðborð fyrir alla fjölskylduna. Borðapantanir eru í síma 430-2100.

 

Um kvödlið er svo hið margrómaða bryggjuball, þar sem Hera Björk ásamt hljómsveit, Matti úr Idolinu og Jiminy Cricket sjá um stemmninguna og Lionsklúbburinn í Stykkishólmi selur fiskisúpu úr Strútsegginu hans Steina Kúld.

Að lokinni glæsilegri flugeldasýningu í boði Orkuveitu Reykjavíkur, halda Draugabanarnir áfram stuðinu á bryggjunni. Veitingastaðirnir eru einnig opnir og lofa magnaðri stemmningu á danska vísu.

 

Sunnudagur

Sunnudagur er afslöppnardagur á dönskum dögum. Hólmarar klæða sig upp og tala einunis dönsku á sunnudögum eða allavega segir sagan svo. Þeir sem vilja afþreyingu geta tekið þá í golfmóti, skoðað Vatnasafnið, Eldfjallasafnið, fengið sér eina „14-2“ á pulsuvagninum eða bara sleikt sólina á bakkanum í hinni glæsilegu Sundlaug sem Stykkishólmur hefur upp á að bjóða.

 

Tjaldsvæði

Á Dönskum dögum verða þrjú tjaldsvæði. Tjaldsvæði 1 og 2 eru staðsett hjá klúbbhúsi golfsklúbbsins Mostra, og tjaldsvæði 3 verður á íþróttavellinum. Börn undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd forráðamanna á tjaldsvæðum.

 

Öryggismál

Á Dönskum dögum er mikil öryggisviðbúnaður. Lögregla, björgunarsveit, slökkvilið, sjúkrahús, vaktþjónustan og aðstandendur hátíðarinnar eru öll tengd inn á sama samskiptakerfi sem ætlað er að tryggja öryggi þeirra sem hátíðina sækja.

 

Forvarnir

Lögreglan verður með fíkniefnaleitarhund á svæðinu. Einnig mun lögreglan hella niður áfengi hjá unglingum ef til þeirra sést með slíkt á hátíðarsvæðinu

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is