Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2009 11:03

Lirfur fiðrildis skemma berjalyng

Brúnar skellur í hlíðum í Svínadal í Dölum.
Lirfur fiðrildis sem kallað er birkifeti virðast nú annað sumrið í röð vera að valda skaða á berjalyngi og gróðri meðal annars í Dalasýslu og á Snæfellsnesi. Skessuhorn fékk ábendingar um að stórar brúnar skellur, þar sem lauf hefur drepist, sjáist í hlíðum víða í Dölum og á Snæfellsnesi. Erling Ólafsson  skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sagði í samtali við Skessuhorn að þetta væru fyrstu ábendingarnar sem komið hefðu á þessu sumri um skaða vegna birkifeta og greinilegt að það sama væri að gerast nú og síðasta sumar, þegar Dalirnir og Snæfellsnesið urðu fyrir barðinu á þessum vágesti. Síðar í fyrrahaust bárust einnig fregnir frá Vestfjörðum um sambærilegan skaða, en þar hefur birkifeti valdið skemmdum síðustu árin, einkum í Bolungarvík.

Erling segir að fiðrildið verpi í júní og það stemmi að lirfurnar séu einmitt um þessar mundir að valda skaðanum. Hann segir að birkifeta sé greinilega að fjölga, en hans hafi lítið orðið vart þar til síðasta sumar í Dölum og á Snæfellsnesi, litlar sem engar ábendingar hafi komið frá öðrum svæðum.

Það var Guðrún Bjarnadóttir á Hvanneyri sem tók myndir af brúnu skellunum í hlíðum í Svínadal í Dölum sl. laugardag. „Ég átti leið í Dalasýsluna og það vakti athygli mína að hlíðarnar á leiðinni virtust skarta haustlitum. Ég undraðist þetta og skoðaði nánar en þá virðist bláberjalyngið og annar gróður; holtasóley, fjalldrapi og krækiberjalyng vera uppétið af einhverjum maðki en aðallega virtist bláberjalyngið verða illa fyrir barðinu á þessu. Þetta er svona upp um alla Dalasýslu sem ég sá og systir mín staðfesti það, en hún hefur dvalist þarna talsvert undanfarið. Ég átti líka leið út á Snæfellsnes og þar sá ég nokkrar haustlita skellur sambærilegar þessum,” sagði Guðrún.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is