Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2009 03:04

"Ég er eins og mamma stelpnanna í liðinu"

Oft er sagt að góðir hlutir gerist hægt. Það virðist þó ekki vera algild regla. Fyrir örfáum árum var kvennafótboltinn á Íslandi ekki hátt skrifaður en í dag eigum við orðið eitt af betri landsliðum í Evrópu. Nú eru bara fáeinir dagar í úrslitakeppni Evrópumótsins byrji í Finnlandi og þar er íslenska liðið í svokölluðum „dauðariðli,“ með landsliðum Frakka, Norðmanna og Þjóðverja. Öll þykja þessi landslið með þeim sterkari í heiminum, sérstaklega þau tvö síðasttöldu. Engu að síður er greinilegt að íslenska liðið setur markið hátt og stefnir leynt og ljóst að því að komast upp úr riðlinum. Vestlendingar eiga ekki fulltrúa í landsliðinu að þessu sinni, en hins vegar er liðsstjóri kvennalandsliðsins Akurnesingur, Margrét Ákadóttir fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu.

Þetta er í fyrsta skipti sem litla Ísland á lið í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu. Við þekkjum þá stemningu sem þessu fylgir í gegnum handboltann þar sem „strákarnir okkar“ hafa eiginlega verið áskrifendur að flestum stórmótum. Nú eru það „stelpurnar okkar“ í fótboltanum og það fer ekki hjá því að stemningin er að byggjast upp meðal þjóðarinnar.

 

„Það er enginn vafi, maður hefur fundið það undanfarið. Það fór heldur ekki á milli mála þegar við vorum á landsleik karlaliðsins við Slóvakíu að stanslaus straumur var í stúkuna til stelpnanna að fá hjá þeim eiginhandaráritanir,“ sagði Margrét Ákadóttir þegar blaðamaður Skessuhorns átti spjall við hana á dögunum.

 

Í Skessuhorni vikunnar er ítarlega rætt við Margréti um reynslu hennar af liðsstjórn kvennalandsliðsins, verkefnið stóra framundan og knattspyrnuferil hennar sjálfrar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is