Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2009 02:21

Brautargengi í Borgarnesi í haust

Þátttakendur á nýlegu námskeiði Brautargengis
Impra á Nýsköpunarmiðstöð Íslands gengst nú í þrettánda sinn fyrir svokölluðum Brautargengisnámskeiðum á landsbyggðinni. Haustið 2009 er áætlað að halda námskeiðið á tveimur stöðum á landinu, þ.e. í Borgarnesi og á Akureyri. Alls hafa yfir sjö hundrað konur víðs vegar um land lokið Brautargengisnámskeiði frá upphafi. Um er að ræða 75 kennslustunda námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja. Meðal markmiða námskeiðsins eru að nemendur öðlist hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að stofnun og rekstri fyrirtækja, markaðsmálum, fjármálum og stjórnun. Einnig öðlast nemendur tengsl við atvinnulífið í gegnum fyrirlesara, leiðbeinendur og aðra þátttakendur.  Brautargengi er sérsniðið námskeið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd með nýju eða starfandi fyrirtæki. Eina inntökuskilyrðið er að þátttakendur hafi viðskiptahugmynd til að vinna með á meðan námskeiðinu stendur.

Námskeiðið hefst um miðjan september og er kennt einu sinni í viku fram í desember en þá lýkur námskeiðinu með formlegri útskrift. Boðið verður upp á vinnusmiðjur utan hefðbundinna kennslustunda þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að vinna að gerð viðskiptaáætlunar undir handleiðslu leiðbeinanda. Námskeiðið í Borgarnesi er samstarfsverkefni Impru og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

 

Námskeiðið er í umsjón Selmu Daggar Sigurjónsdóttur, verkefnisstjóra hjá Impru. Námskeiðsgjald er 40.000 kr. á hvern nemenda, en algengt er að stéttarfélög hafi tekið þátt í greiðslu námskeiðskostnaðar. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Impru, www.impra.is  en einnig er hægt að hafa samband við verkefnisstjóra með tölvupósti (selma@nmi.is) eða hringja í síma 460 7975.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is