Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2009 08:03

Bæta gæði kennslu og auka rannsóknir

Háskólinn á Bifröst verður settur sunnudaginn 30. ágúst og kennsla hefst síðan næsta dag. Samkvæmt skráningum verða rúmlega 1300 nemendur við skólann í vetur og hefur þeim fjölgað heldur frá síðasta ári. Fjölgunin er einkum í viðskiptalögfræði. Í sumar hafa verið meistaranámskeið á fullu á Bifröst, þannig að segja má að skóli sér þar starfræktur nær allt árið. Ágúst Einarsson rektor segir í samtali við Skessuhorn að vel hafi gengið að manna kennarastöður, enda nægt framboð af góðu fólki. „Það eru nokkrar nýjar námsbrautir sem byrja á næsta skólaári, eins og alþjóðafræði í félagsvísindadeild nú í haust og LLM nám í lagadeild síðar. Skólastarfið er alltaf að verða meira straumlínulagaðra og fjölbreyttara,“ segir Ágúst.

Aðspurður um helstu áherslur í starfi skólans segir Ágúst að alltaf sé viðleitni í þá átt að bæta gæði kennslu og auka rannsóknir. „Við gerum líka nemendum kleift að búa hagkvæmt á Bifröst með því að lækka húsaleigu. Ég er bjartsýnn fyrir hönd Bifrastar. Skólastarfið gengur vel og skólinn var rekinn með hagnaði fyrstu sex mánuði þessa árs. Það skiptir máli í þessu árferði. Enn eru nokkur sæti laus á næsta skólaári svo það er ekki of seint að hefja nám í haust,“ segir Ágúst Einarsson rektor að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is