Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2009 09:05

Skóltöskur helst ekki þyngri en tíundi hluti þyngdar barns

Skólatöskur barna og unglinga hafa þyngst jafnt og þétt síðastliðinn áratug með tilkomu fleiri námsgreina og betur myndskreyttum en þyngri skólabókum. Góð taska ætti að vera endingargóð, vatnsheld, létt, hönnuð til að falla að líkamanum og hafa næg endurskinsmerki. Taskan ætti að vernda bakið og gera barnið vel sýnilegt í umferðinni. Lykilatriði er að skólataskan liggi þétt að bakinu, hátt uppi og að raðað sé jafnt í hana.  Eina vandamálið sem þessi uppskrift leysir ekki, er sú óhóflega þyngd sem oft vill rata í töskuna. Ráðlögð þyngd skólatösku er 10-12,5% af þyngd barnsins. Sjálf taskan ætti ekki að vera þyngri en 1,5 kíló en fyrstu 2 ár skólagöngunnar ætti hún ekki að vega meira en 1,2 kíló.

Auk áhættunnar á skaða á stoðkerfi, hreyfiþroska og samhæfingu, geta óhóflega þungar skólatöskur skaðað jafnvægi barnanna og dregið úr hæfni þeirra til að standa upprétt. Börn á skólaaldri ná ekki fullri samhæfingu fyrr en á kynþroskaskeiði.

Skólatöskur eru oft of þungar vegna þess að skólabækur eru geymdar í þeim og bornar milli heimilis og skóla án þess að þeirra sé þörf þann daginn. Forráðamenn ættu að gera reglulega “tiltekt” í skólatöskunni og fylgjast grannt með því að þar sé ekkert óþarft að finna. Ekki má hætta að vera vakandi yfir þessu þó barnið vaxi, því vöðvakerfi 10 ára gamals barns er enn mjög viðkvæmt fyrir því að bera mikla þyngd. Skólastjórnendur og kennarar þurfa einnig að sjá til þess að börnin hafi fullnægjandi geymslu fyrir þungar skólabækur í skólanum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is