Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. ágúst. 2009 03:45

Fleiri nemendur en nokkru sinni fyrr við LbhÍ

Ágúst Sigurðsson
Fleiri nemendur hafa nú innritast við Landbúnaðarháskóla Íslands en nokkru sinni. Í reglubundnu námi verða þeir vel á fimmta hundraðið. „Okkur bárust óvenju margar umsóknir og við tókum inn alla sem við gátum. Því miður varð þó að vísa nokkrum hópi frá úr einstaka námslínum eins og t.d. umhverfisskipulagi og búfræði. Þá reiknum við með að endurmenntunardeildin taki á móti að minnsta kosti 1500 manns næsta skólaár,“ segir Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans í samtali við Skessuhorn.

Fyrstu nýnemar í reglubundið nám koma á Hvanneyri næstkomandi mánudag og síðan koma aðrir hópar inn í kjölfarið. Að sögn Ágústar er starfsemin á fullu þessa dagana, þó svo að heldur hægi á yfir sumartímann. „Rannsóknastarfið er á fullu og fólk úti um víðan völl við gagnasöfnun og aðra vinnu. Einnig er endurmenntunin á góðu skriði og landgræðsluskólinn, auk þess sem í gangi eru samvinnuverkefni LBHÍ um meistara- og doktorskúrsa með systurskólum á Norðurlöndunum.“

Ágúst segir að í sjálfu sér séu ekki miklar breytingar í skólastarfi frá síðasta ári. „Við höfum verið að byggja mikið upp hvað námsframboð, nemendafjölda og rannsóknastarf varðar á síðustu fimm árum. Nú snýst þetta meira um að hlúa vel að því sem fyrir er. Þó get ég nefnt eina nýjung sem er meistaranám í skipulagsfræði sem fer af stað nú í haust. Við finnum fyrir miklum áhuga á þessu námi en við förum hægt í sakirnar og tökum einungis lítinn hóp inn til að byrja með. Einnig má nefna tveggja ára námskeiðaröð í reiðmennsku sem endurmenntunin hefur boðið fram hér á Hvanneyri og notið hefur geysilegra vinsælda. Nú verður þessi sama námskeiðaröð boðin á tveimur stöðum öðrum, þ.e. í Dal við Reykjavík og austur á Hellu. Það fylltist í námið í rauninni strax og þetta kvisaðist út, án þess að neitt væri auglýst.“

 

Erfitt rekstrarlega næstu árin

Ágúst segir að eins og alþjóð viti séu erfiðir tímar í þjóðarbúskapnum. „Menntastofnanir finna svo sannarlega fyrir því en okkur er ætlað að gera meira fyrir minna fjármagn. Þetta verður erfitt rekstrarlega næstu árin en við erum staðráðin í því að hlúa með öllum ráðum að því sem við höfum. Því er ekki að neita að nokkur óvissa ríkir um hvernig menntakerfinu okkar mun reiða af á næstu árum í ljósi þessara þrenginga. Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld beri gæfu til að forgangsraða menntun og rannsóknastarfi í vil því þar liggur leiðin út úr þessum ógöngum til framtíðar. Áherslur okkar eru einfaldlega að vanda okkur við það sem við erum að gera hvort heldur það snýr að kennslu eða rannsóknum.“

 

Aðspurður hvernig hafi gengið að manna stöður við Landbúnaðarháskólann segir Ágúst að það hafi gengið vel. „Það eru mjög litlar breytingar í rauninni frá síðasta ári, sami góði hópurinn sem stendur að þessu,“ segir Ágúst Sigurðsson rektor.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is