Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2009 09:52

Steig á bensíngjöfina í stað bremsunnar

Umferðaróhapp varð á bílastæði Bónuss á Akranesi um fimmleitið í gærdag. Þar kom ökutæki óvænt inn á bílastæðið og var því ekið á tvær bifreiðar sem lagt hafði verið með svolitlu millibili á stæðinu. Ekki urðu slys á fólki í þessu óhappi en bílarnir þrír eru talsvert skemmdir. Tildrög óhappsins eru þau að aldraður ökumaður var að aka út af pósthússplaninu vestan við Bónus og þegar hann ætlaði að stíga á bremsuna steig hann óvart á bensíngjöfina. Við það missti hann stjórn á bílnum sem fór yfir grasbalann þarna á milli og síðan utan í ljósastaur. Bíllinn hélt áfram ferð sinni inn á bílastæðið við Bónus þar sem hann skall fyrst með vinstra framhornið aftan í hlið eins bíls og síðan hélt ferðin áfram spölkorn þar sem hann hafnaði með hægra framhornið aftan á öðrum bíl. Þrátt fyrir þetta ferðalag sakaði hinn aldraða ökumann ekki. Bílarnir sem hann ók á voru mannlausir á stæðinu og svo heppilega vildi til að ekki var fólk þarna á ferðinni á mesta innkaupatíma dagsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is