Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. ágúst. 2009 11:02

Tímabundin stöðvun Sementsverksmiðjunnar

Sökum mikils samdráttar í byggingastarfsemi í landinu blasir við að stöðva verði framleiðslu Sementsverksmiðjunnar á Akranesi tímabundið, í annað skiptið á þessu ári, þann 1. nóvember næstkomandi. Fyrr á árinu var slökkt á ofni verksmiðjunnar í fjóra mánuði frá 1. janúar til 10. maí. Jafnframt eru forsvarsmenn verksmiðjunnar nú að ganga til samninga við starfsfólk um að það taki á sig 50% skerðingu á starfshlutfalli frá 1. nóvember næstkomandi til 1. febrúar 2010 þegar áætlað er að framleiðsla verksmiðjunnar fari á fullt aftur.

Gunnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðunnar segir að ekki verið komist hjá því að gera ráðstafanir þegar framleiðslustöðvun nær yfir hálft árið, eins og nú blasir við, og samdrátturinn milli ára nemur 40-45%. „Þetta er ósköp dapurleg staða. Það er ekki hægt að segja annað. Við höfum verið að bíða í voninni eftir að stjórnvöld bregðist við ástandinu og setji af stað einhverjar stórframkvæmdir en það hefur ekkert gerst,“ segir Gunnar og nefnir Búðarhálsvirkjun, Vaðlaheiðargöng og að framkvæmdir fari úr hægagangi á fullt í Helguvík.

Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar eru 45 talsins, en oft er talað um að afleidd störf vegna verksmiðjunnar séu tvöfaldur sá fjöldi, þannig að Gunnar áætlar að stöðvun Sementsverksmiðunnar komi við um 120 manns.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur gagnrýnt þá stöðu sem nú er uppi að ríkið í gegnum Íslandsbanka rekur steypustöðina Mest sem kaupir innflutt sement frá AAlborg Portland í Helguvík og er því í samkeppni við Sementsverksmiðjuna. Vilhjálmur segir að það sé algjörlega óviðunandi að ríkið sé að í standa í rekstri í samkeppni við íslensk iðnfyrirtæki. Bæði ógni það atvinnuöryggi fólks, í þessu tilfelli á starfssvæði VLFA, og sé fjarri lagi gjaldeyrissparandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is