Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. ágúst. 2009 11:01

Góð helgi hjá Vesturlandsliðunum

Liðin helgi var góð hjá Vesturlandsliðunum í 1. deildinni sem bæði unnu sína leiki á laugardaginn. ÍA lyfti sér frá fallsvæðinu með sigri á KA fyrir norðan og getur hugsanlega með sigri á ÍR í næstu umferð lyft sér upp í sjötta sæti deildarinnar. Víkingar lögðu Þórsara í Ólafsvík og unnu þar með sinn fyrsta sigur frá því snemma í vor, en þeir unnu sem kunnugt er tvo fyrstu leiki sína í deildinni.

„Þetta var sigur liðsheildarinnar,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari eftir góðan 1:0 sigur Skagamanna gegn KA. „Þetta var verulega ljúft og léttir pressunni af okkur í bili,“ sagði Þórður. Það var Ólafur Valur Valdimarsson sem skoraði sigurmarkið 87. mínútu leiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Óli Valur fékk sendingu inn í vítateiginn frá Jóni Vilhelm og sendi boltann sallarólegur í hornið fjær.

Að sögn Þórðar þjálfara var leikurinn frekar jafn og vel leikinn af báðum liðum, en Skagamenn lengst af með yfirtökin. Afgerandi færi í leiknum voru þó ekki mörg og fengu KA menn sitt besta færi í seinni hálfleiknum þegar boltinn small í þverslá Skagamarksins.

„Eins og í síðustu leikjum lék vörnin vel og miðjan en það vantar að nýta færin betur,“ segir Þórður Þórðarson þjálfari. Hann segir að tilkoma þeirra Igor Pesic á miðjuna og Pálma Haraldssonar í vörnina hafi styrkt liðið.

 

Víkingar snéru taflinu við

Það var ekkert í fyrri hálfleiknum í leik Víkings og Þórs á Ólafsvíkurvelli sem benti til þess að heimaliðið myndi landa sigri. Gestirnir voru mun betri og voru óheppnir að ná ekki að skora og það fleira en eitt mark. Dæmið snérist alveg við eftir leikhlé. Þá voru það Víkingarnir sem voru sterkari og á 52. mínútu dró til tíðinda. Víkingar komust yfir með marki Danijel Blasko eftir hornspyrnu. Einungis þremur mínútum síðar skoruðu Víkingar sitt annað mark. Dejan Podbreznik komst inn fyrir vörn gestanna og þrumaði knettinum framhjá markverði Þórs. Eftir markið bökkuðu Víkingarnir og Þórsarar sóttu í sig veðrið, án þess þó að skapa sér verulega hættuleg færi. Undir lokin áttu Víkingar svo hættulegar skyndisóknir en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 2:0 fyrir Víking. Víkingar mæta KA-mönnum fyrir norðan í næstu umferð, næstkomandi laugardag. ÍA fær ÍR-inga í heimsókn á Skagann kvöldið áður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is