Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2009 08:05

Ekki gerðir fyrir rok

Þrátt fyrir aðvaranir veðurfræðinga og ýmissa stofnana í fjölmiðlum eru alltaf einhverjir sem láta slíkt sem vind um eyru þjóta. Þar á meðal var ökumaður húsbílsins á meðfylgjandi mynd sem endaði för sína úti í skurði á Kjalarnesi í gær eftir að hafa farið eina veltu. Þá fór hestakerra á hvolf á sama stað, en hestur sem í henni var slapp lítið slasaður. Loks fuku tveir húsbílar út af veginum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Bílarnir lentu báðir á hliðinni og skemmdust töluvert. Þrír erlendir ferðamenn voru í öðrum bílnum og tveir í hinum.   Húsbílar og ökutæki með hjólhýsi, léttbyggðar hestakerrur og tjaldvagna eru meðal þeirra tækja sem varhugavert er að nota þegar vindhviður af fjöllum eru sterkar. Þá er einnig ástæða til að minna fólk á að sum tryggingafélög bæta ekki tjón sem verður við aðstæður þar sem vindhraði fer yfir 15 metra á sekúndu áður en óhapp á sér stað. Í vindi af þeim styrkleika er algengt að hviður við fjöll geta farið upp í 30 metra á sekúndu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is