Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. ágúst. 2009 01:23

Versluninni lokað í Reykholti

Blómaskálinn á Kleppjárnsreykjum
Í byrjun þessa mánaðar var bensínstöð N1 í Reykholti lokað. Þar hefur samfellt verið rekin verslun í yfir 30 ár, lengst af undir nafninu Bitinn. Húsnæði stöðvarinnar er orðið mjög lélegt ef ekki ónýtt, að sögn Þórvarar Emblu Guðmundsdóttur sem rekið hefur verslunina síðustu ár ásamt eiginmanni sínum Jóni Péturssyni. Nú hefur dagvöruverslun, sem þar hefur verið rekin samhliða bensínstöðvarrekstrinum, verið flutt í Blómaskálann á Kleppjárnsreykjum. Sömu aðilar hafa rekið báðar verslanirnar með dyggri aðstoð Katrínar Eiðsdóttur. “Til þessa hefur Blómaskálinn eingöngu verið opinn yfir sumarmánuðina. Nú verður því opið í Blómaskálanum í vetur og munum við reka þar verslun með helstu nauðsynjavörur, grillið verður alltaf rjúkandi heitt og hægt verður að fá hina landsfrægu Jónsborgara allan ársins hring. 

Einnig er boðið upp á heitan heimilismat í hádeginu og veisluþjónustu,” segir Þórvör Embla í samtali við Skessuhorn.

Verslunin í Blómaskálanum verður opið frá klukkan 11.00 – 18.00 en lokað verður á sunnudögum yfir háveturinn.  Bensínsjálfsalar verða áfram opnir í Reykholti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is