Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2009 09:02

Fjörugt á fæðingadeildinni án „kreppubarna“

Anna með kornabarn.
Segja má að fæðingadeild Sjúkrahússins á Akranesi (SHA) hafi verið þéttskipuð þegar blaðamaður Skessuhorns leit þangað í heimsókn fyrir nokkrum dögum síðan. Það mátti ætla að nú væru svokölluð „kreppubörn“ að fæðast, það er að segja þau sem getin voru á fyrstu vikum eftir bankahrunið síðasta haust. Það voru nefnilega að berast fréttir af því á dögunum af fæðingadeild Landspítalans, að nú væri mikill kippur í fæðingum þar; líklega afleiðing kreppunnar frá liðnu hausti.  „Já, það er býsna fjörugt hjá okkur núna, en ég veit samt ekki hvort þetta séu nein áhrif frá kreppunni beinlínis. Fjöldi þeirra sem hafa fæðst þennan fyrri hluta ágústmánaðar er aðeins meiri en á sama tíma í fyrra, en í heildina eru fæðingar heldur færri en á síðasta ári. Við erum ennþá ekki farnar að sjá mikið fram í tímann en okkur sýnist að það bendi ekkert til þess að fæðingar verði fleiri en í fyrra,“ segir Anna Björnsdóttir deildarstjóri á fæðingardeild SHA. Sjá viðtal við Önnu í Skessuhorni sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is