Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2009 12:00

Vilja að þrýst verði á veglagningu yfir Grunnafjörð

Einn af þeim möguleikum sem skoðaðir hafa verið í styttingu þjóðvegakerfisins í landinu er vegur yfir Grunnafjörð. Þegar hann var skoðaður fyrir ekki alllöngu, strandaði málið að stórum hluta á náttúru- og minjaverndunar sjónarmiðum. Talið er að vegstytting yfir Grunnafjörð milli Akranes og Borgarness geti orðið allt að sjö kílómetrar miðað við núverandi veg. Svo virðist sem nú sé aftur komin hreyfing málið. Til að mynda hafa forsvarsmenn Leiðar ehf., félags um framþróun í samgöngumálum á Íslandi, sent  fyrirspurn til Vegagerðar og sveitarstjórna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit, þar sem leitað er eftir áhuga þessara aðila að þrýsta á vegagerð yfir Grunnafjörð.

Talsmaður Leiðar ehf. er Jónas Guðmundsson í Bolungarvík, en félagið beitti sér m.a. fyrir vegagerð um Arnkötludal og hefur lengi barist fyrir styttingu Þjóðvegar eitt í Húnavatnssýslu um 13 km með gerð nýrrar Svínavatnsbrautar.  Í fyrrnefndu erindi Jónasar Guðmundssonar hjá Leið ehf. sem sent var 21. júlí sl. segir að telja verði veg yfir Grunnafjörð afar áhugaverðan kost. Með honum kæmist Akranes í þjóðleið og jafnframt styttist leiðin milli Akraness og Borgarness úr 37 km í 30 km eða um tæp 20%. Auk þess megi ráða af skýrslum að vegur um Grunnafjörð yrði mun greiðfærari og öruggari en núverandi leið. Styttingin mundi án efa auka umferð milli staðanna og gæti haft mikla þýðingu fyrir samstarf og samvinnu sveitarfélaganna.  Þjóðhagsleg arðsemi vegar þessa leið ykist að sama skapi.

 

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi segir að áhugi sveitarstjórna á Vesturlandi sé mikill fyrir vegi um Grunnafjörð, sérstaklega Akraness og Borgabyggðar. „Þetta er mikið hagsmunamál og þær eru ófáar samþykktirnar sem sveitarstjórnir þessara staða og Samtaka Vesturlands hafa gert en ekkert hefur gerst,“ segir Gísli.

 

Í bréfinu frá Leið ehf. eru forsvarsmenn Vegagerðarinnar hvattir til að hraða sem mest nauðsynlegum rannsóknum á veglagningunni yfir Grunnafjörð og skoða þar ýmsa möguleika, meðal annars með tilliti til styttingu hringvegarins. Þá er bent á að vegstytting milli Akraness og Borgarness væri góður millileikur meðan ekkert gerist í lagfæringum á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi og lagningu Sundabrautar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is