Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2009 11:08

Vilja aldrei aftur einokun

Samtök verslunar og þjónustu sendu í gær frá sér yfirlýsingu sem bar yfirskriftina „aldrei aftur einokun“. Þar lýsa samtökin yfir andstöðu sinni við það viðhorf sem komið hefur fram vegna málefna Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, að ríkið beri að leggja af samkeppnisrekstur sem komin er í hendur ríkisins. Með slíkri íhlutun væru stjórnvöld vaflítið að brjóta gegn ákvæðum í EES samningi.  „Það hefur verið samdóma álit aðila í atvinnulífinu og samkeppnisyfirvalda að í því slæma ástandi sem nú ríkir í efnahagslífi okkar sé mikilvægt að standa vörð um samkeppnina. Heilbrigð og eðlileg samkeppni á mörkuðum muni flýta fyrir endurreisn efnahagslífsins. Því verður þess vegna ekki trúað fyrr en á reynir að stjórnvöld muni standa fyrir aðgerðum sem komi á einokun á sementsmarkaði á ný,“ segir í yfirlýsingunni.

Í henni er bent á að einungis séu tíu ár síðan samkeppni var innleidd á sementsmarkaði þegar danska fyrirtækið Aalborg Portland hóf starfsemi á Íslandi. Fyrirtækið sé búið að leggja í mikinn kostnað við uppbyggingu sinnar starfsemi hér á landi. Þá sé þess að gæta að Sementsverksmiðjan á Akranesi er að mestum hluta í eigu eins stærsta steypuframleiðanda hér á landi.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is