Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. ágúst. 2009 02:02

Sjávarbyggðir standast kreppuna betur

Vífill Karlsson, hagfræðingur.
Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV hefur unnið viðamikla skýrslu sem hann nefnir “Kreppan á Vesturlandi.” Þar veltir hann fyrir sér hvaða áhrif 10% samdráttur vergrar landsframleiðslu mun hafa á atvinnustig og afkomu íbúa á Vesturlandi og brýtur niðurstöðuna niður eftir helstu sveitarfélögum. Meðal niðurstaðna hans er að þau sveitarfélög sem liggja næst höfuðborgarsvæðinu, og byggja að stórum hluta á þjónustu, koma verst út úr kreppunni og áhrifanna gætir þar fyrr en annarsstaðar. Þar hafi þenslunnar jafnframt gætt fyrst og mest. Allt að 15% íbúa í sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar, svo sem á Akranesi og á Selfossi, hafa stundað vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru þeir starfsmenn sem virðast verða fyrri til að fá uppsagnarbréfið vegna samdráttarins hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Vísbendingar gefa til kynna að fjarlægð á milli heimilis og vinnustaðar vinni gegn launþega þegar niðurskurður er óhjákvæmilegur hjá fyrirtækjum.

Vífill segir að langvarandi samdráttarskeið sé framundan á Íslandi eftir eitt lengsta samfellda og mesta hagvaxtarskeið í sögu landsins. Kreppuna nú megi hins vegar rekja til hruns bankageirans og mikillar skuldsetningar í samfélaginu öllu. Fyrri kreppuskeið hafi hins vegar yfirleitt orsakast af áföllum í sjávarútvegi og landbúnaði. “Sjávarbyggðir á Vesturlandi sem byggja á útflutningsgreinum koma betur út úr kreppunni nú en þau byggðarlög sem byggja að stórum hluta á landbúnaði og ýmsum þjónustugreinum,” segir Vífill.

 

Nánar er rætt við Vífil um niðurstöðu skýrslunnar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is