Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2009 04:38

Náttúrulegt leiksvæði opnað í Hlíðarbæ

Ungur maður prófar nýju leiktækin. Ljósm. hp.
Svokölluð náttúruleg leiksvæði fyrir börn njóta vaxandi vinsælda og víða um heim hafa risið upp hreyfingar sem beita sér fyrir fjölgun slíkra leiksvæða á kostnað hinna hefbundnu. Náttúruleg leiksvæði falla mun betur að landi en hefðbundin og hvetja börn til uppgötvana í sjálfu umhverfinu, flóru og fánu. Þau auka þannig á reynsluheim barna sem í auknum mæli dvelja í tilbúnu umhverfi. Í þéttbýliskjarnanum Hlíðarbæ í Hvalfjarðarsveit er búið að byggja náttúrulegt leiksvæði. Fyrirtækið Alta hafði umsjón með skipulagi og verkeftirliti en Stokkar og steinar, fyrirtæki Guðjóns Kristinssonar torf -og grjóthleðslumeistara og skrúðgarðyrkjumanns, sá um smíði og uppsetningu leiktækjanna.   Í Hlíðarbæ eru öll leiktækin; kofi, sandkassi, jafnvægisslá og þrautabraut, gerð úr íslenskum viði sem kominn er frá Skógrækt ríkisins í Skorradal og falla því leiktækin vel að kjarrivöxnu umhverfinu.  

Þá spillir ekki fyrir að í námunda við leiktækin eru bláber og hrútaber og kjarrið sjálft býður uppá spennandi uppgötvanir fyrir þau börn sem bregða þar á leik. Vestlenskara getur það ekki orðið. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is