Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. ágúst. 2009 05:23

Bændum haldið í óvissu um afurðaverð

Þrátt fyrir að mánuður sé nú liðinn frá því Landssamband sauðfjárbænda gaf út viðmiðunarverðskrá fyrir dilkakjöt í haust og eingungis nokkrir dagar séu til sláturtíðar, hafa stóru sláturleyfishafarnir á markaði ekki enn gefið út verðskrá sína. LS lagði til að vegið meðaltal kjötverðs yrði hækkað um 11% að jafnaði frá því haustið 2008. Einungis Fjallalamb á Kópaskeri hefur gefið út verðskrá. Hjá fyrirtækinu verður að mestu leyti óbreytt verð frá síðasta ári. Þó er einn verðflokkur sem hækkar um 6 krónur á kíló hjá fyrirtækinu, en það er flokkurinn R-3 sem reyndar er algengasti flokkur dilkakjöts hér á landi, en í hann flokkast tæplega 30% dilka. Fjallalamb greiðir nú 432 krónur fyrir kíló af R-3 en greiddi 426 krónur haustið 2008.

Bændur á Vesturlandi hafa látið slátra hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki eða á Hvammstanga og hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Hvorugt þessara fyrirtækja hefur enn gefið út verðskrá. Samkvæmt heimildum Skessuhorns vill enginn verða fyrstur til að gefa út verð og því má segja að nú sé uppi biðstaða þar sem bændum er haldið í  fullkominni óvissu um hvaða verð þeim býðst fyrir dilka í haust, á markaði þar sem fákeppni ríkir. Sömu heimildir Skessuhorns herma þó að vænta megi tíðinda af sláturverði fyrir næstu helgi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is