Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. ágúst. 2009 01:38

Rannsakaði tíðni og kostnað vegna ristilkrabbameins

Í nýrri meistararitgerð sem Kristín Skúladóttir hjúkrunarfræðingur varði við Háskólann á Bifröst fyrir skömmu rannsakar hún kostnað við meðferð sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi. Meðal niðurstaðna hennar er að kostnaður heilbrigðiskerfisins er um 700 milljónir á ári og er þar ekki metinn kostnaður sjúklings vegna vinnutaps eða annarra óbeinna þátta. Um helmingur sjúklinga deyr. Kristín er í hópi fyrstu nemenda sem útskrifast frá viðskiptadeild Háskólans á Bifröst með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu. Hópurinn verður útskrifaður 5. september nk.

Í ritgerð Kristínar kemur einnig fram að tíðni ristilskrabbameins hefur þrefaldast hjá körlum og tvöfaldast hjá konum síðustu 50 ár. Skimun til að greina sjúkdóminn á fyrri stigum til að bregðast fyrr við gæti sparað mikinn kostnað. Þótt landlæknir hafi ráðlagt skimum frá 2002 hefur hún ekki enn hafist hér á landi. Stærsti hluti meðferðar fer fram á Landspítalanum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is