Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. ágúst. 2009 03:24

Stórtjón í bruna í Grundarfirði

Þessi mynd var tekin í morgunsárið á laugardeginum og blasti eyðileggingin við. Ljósm. Gunnar Kristjánsson.
Mikið tjón varð í bruna í Grundarfirði að kvöldi föstudags og fram á nótt þegar fyrrum fiskvinnsluhúsnæði, þar sem fiskmarkaðurinn var áður til húsa, við Sólvelli brann. Eldurinn kom upp í geymsluhúsnæði þar sem meðal annars veiðarfæri tveggja útgerðarmanna voru geymd. Rýma varð hátt í tug íbúðarhúsa vegna mikils reyks sem lagði yfir bæinn en strekkingsvindur var þegar eldurinn kom upp. Um 35 slökkviliðsmenn frá Grundarfirði og Ólafsvík börðust við eldinn fram á fjórða tímann um nóttina.  Í brunanum eyðilögðust tvær viðbyggingar við fiskvinnsluna þar á meðal stálgrindarhús og allt sem þar var geymt, svo sem veiðarfæri og ýmis tæki, svo sem vélsleðar. Klæðning á efri hæð fiskvinnslunnar er talsvert skemmd þó eldur hafi ekki farið inn í þá byggingu. Enn er óvíst um eldsupptök.

Lárus Guðmundsson átti húsin en hann hefur leigt þau fyrir geymslur undanfarin 16 ár. Lárus segir að eldra húsið sé gjörónýtt og það yngra svo mikið skemmt að það borgi sig ekki að halda því. Veiðarfæri tveggja smábátasjómanna voru meðal þess sem eyðilagðist í brunanum. Lárus segir þetta mikið áfall fyrir þá smábátaeigendur sem áttu veiðarfærin, ekki síst í ljósi þess að nýtt fiskveiðiár hefst nú um mánaðamótin.

Tilkynnt var um eldinn upp úr klukkan ellefu á föstudagskvöldið og skíðloguðu fljótt fjórar samliggjandi byggingar, en þeirri fimmtu tókst að bjarga. Ljóst er að tjónið nemur tugum milljóna. Allt tiltækt slökkvilið var sent á vettvang, liðlega 30 manns á fimm bílum, en auk þess tóku björgunarsveitarmenn og fleiri þátt í slökkvi- og björgunarstarfi. Óttuðust margir að eldurinn næði að breiðast út og jafnvel í nærliggjandi íbúðarhús. Nokkur hús voru því rýmd og opnaði Rauði krossinn miðstöð í grunnskólanum fyrir þá sem urðu að hverfa að heiman. Mikinn reyk lagði frá eldinum enda brunnu net og annað úr næloni, plasti og fleiri efnum sem gefa frá sér mikinn og eitraðan mökk við bruna. Þá voru gas- og freonkútar í húsinu en að minnsta kosti einn þeirra sprakk.

Fljótlega upp úr miðnætti náðu slökkviliðsmenn tökum á eldinum og á fjórða tímanum um nóttina hafði hann verið slökktur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is