Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2009 09:05

Centered Riding kennt við Landbúnaðarháskóla Íslands

Torunn, Susan Harris og Jakob að afloknu námskeiði. Ljósm. áhb.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands stóð fyrir námskeiði um Centered Riding í samvinnu við Hestabúgarðinn á Þingeyrum. Leiðbeinandi námskeiðsins var Susan Harris sem er alþjóðlegur reiðkennari sem hefur hlotið æðstu viðurkenningu samtaka reiðkennari í Bandaríkjunum. Susan er einnig með æðstu leiðbeinendagráðu fyrir Centered Riding en hún tileinkaði sér þau fræði hjá Sally Swift sem þróaði þessa aðferð. Centered Riding (www.centeredriding.org) er aðferð sem leggur áherslu á það hvernig hugur og hugsun knapans hefur áhrif á líkamsbeitingu hans á hestbaki og þar með á þjálfun og mótun hestsins.

Í Centered Riding er stuðst við ítarlega þekkingu á líkamsbyggingu hrossa og manna. Einnig er aðferðarfræði úr Tai Chi, Alexandertækni og Pilates notuð á einstaklingsbundinn hátt til að tileinka knapanum rétta líkamsbeitingu, öndun og hugsun. Markmiðið er að gera reiðmennskuna öruggari og ánægjulegri.

Námskeiðið var vel sótt. Byrjað var á líflegum fræðslufyrirlestri og endað í sýnikennslu í Hestamiðstöð LbhÍ þar sem knaparnir Jakob Sigurðsson og Torunn Hjelvik unnu með Susan. Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa aðferðarfræði er hægt að fara inná eftirfarandi slóðir en Susan ásamt samstarfskonu sinni er þekktust fyrir Anatomy in Motion (www.anatomyinmotion.com) og The Visible Rider (www.visiblerider.com).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is