Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2009 02:14

Dilkakjötshækkun minni en bændur lögðu til

Frá kjötvinnslu KS.
Sláturfélag Suðurlands, Fjallalamb á Kópaskeri, Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki og Sláturhús KVH á Hvammstanga hafa nú birt afurðaverð sitt til bænda fyrir komandi sláturtíð.  Verðskráin er með svipuðum hætti og aðrar sem þegar hafa birst þ.e. að útflutningsverð ársins 2008 hækkar upp í innanlandsverð þess árs.  Örlitlar breytingar eru þó á töflunni frá því fyrra, sú stærsta að FR3 hækkar um 10 kr./kg.  Til 16. október greiða KS og SKVH sérstakar 200 kr./kg. álagsgreiðslur á allt dilkakjöt í fituflokkum 4 og 5.  Sé það tekið með í reikninginn hækkar vegið meðalverð á dilkakjöti í 444 kr. og heildarverðið í 413 kr.

Hér í töflunni að neðan er Landssamband sauðfjárbænda búið að reikna út meðalverð samkvæmt þeim verðskrám sem komnar eru. 

Reiknað er út meðalverð á dilkakjöti, ærkjöti og síðan heildarverð þar sem hin tvö eru vegin saman.  Meðalverðið er reiknað út frá flokkun á landinu öllu árið 2008.  Heildarverðið reiknast út frá hlutfalli ærkjöts og dilkakjöts í framleiðslu á landinu öllu árið 2008.  Sams konar útreikningur er birtur fyrir viðmiðunarverð LS til samanburðar.  Verðin frá 2008 eru með útflutningsskyldu og taka tillit þeirrar uppbótar sem Fjallalamb greiddi á útflutningsverð í júní sl. 

mm/ www.saudfe.is

 

2008                Dilkar               Fullorðið           Heild

LS                    428 kr.             133 kr.             400 kr. 

Fjallalamb         412 kr.             116 kr.             384 kr. 

KS/SKVH          402 kr.             111 kr.             374 kr. 

SS                   399 kr.             128 kr.             373 kr. 

   

2009                Dilkar               Fullorðið           Heild

LS                    475 kr.             147 kr.             444 kr. 

KS/SKVH          440 kr.             119 kr.             410 kr. 

Fjallalamb         436 kr.             116 kr.             406 kr. 

SS                   436 kr.             112 kr.             405 kr. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is