Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. ágúst. 2009 05:24

Fjöldauppsagnir í tveimur fyrirtækjum í Borgarnesi

Nú í dag fengu a.m.k. 23 starfsmenn tveggja fyrirtækja í Borgarnesi uppsagnarbréf. Þetta eru fyrirtækin Borgarverk og BM Vallá.

Stefán Logi Haraldsson framkvæmdastjóri BM Vallár í Borgarnesi segir að tíu starfsmenn fyrirtækisins í Borgarnesi hafi fengið uppsagnarbréf í dag, einn á Akranesi auk fleiri í starfsstöðvum þess á Suðurlandi og í Reykjavík. “Við höfum reynt að komast hjá þessum uppsögnum en nú er ljóst að verkefnastaðan og ástandið í efnahagsmálunum er með þeim hætti að fækkun var óhjákvæmileg. Við sjáum fram á tómarúm í vetur í verkefnastöðu og raunar er best að lýsa ástandinu þannig að það er meira en of mikil óvissa framundan,” segir Stefán Logi. Hann segir að uppsagnir í fyrirtækinu taki ýmist gildi eftir einn eða þrjá mánuði.

“Við horfum að sjálfsögðu til þess að ef eitthvað glaðnar til þá verði hægt að bjóða mönnum endurráðningu. Við erum að segja upp mjög hæfu starfsfólki sem við viljum ekki missa,” segir Stefán. Að teknu tilliti til uppsagnanna nú verða 43 starfsmenn eftir hjá BM Vallá í Borgarnesi en í sumar voru 62 starfsmenn að meðtöldum sumarafleysingamönnum. Í starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi eru nú 26 starfsmenn en voru 35 þegar mest lét í sumar.

 

Hjá Borgarverki í Borgarnesi var 13 starfsmönnum sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Að sögn Óskars Sigvaldasonar framkvæmdastjóra er ekkert um ný verkefni, einungis verið að ljúka þeim sem verið hafa í gangi. Þegar uppsagnir allra hafa tekið gildi verða 18 starfsmenn eftir hjá Borgarverki eða innan við helmingur þess fjölda sem var í sumar. “Borgarverk hefur á undanförnum árum nánast einvörðungu unnið fyrir opinbera aðila; ríki, sveitarfélög og fyrirtæki þeirra, og nú er stefna þessara stofnana að stöðva öll útboð og nýframkvæmdir. Þetta er náttúrlega skelfileg ákvörðun og erfitt að sjá hvernig stjórnvöld hyggjast vinna þjóðina út úr kreppunni með svona aðgerðaleysi,” sagði Óskar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is