Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2009 07:12

Nýtt starfsleyfi fyrir Járnblendiverksmiðjuna

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir Elkem Ísland ehf, sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Samkvæmt því er félaginu heimilt að framleiða allt að 190.000 tonn af kísil og kísiljárni og 45.000 tonn af kísilryki. Leyfið gildir til 1. september 2025.  Starfsleyfið tekur til eftirvinnslu á málmi og framleiðslu á sólarkísil. Með eftirvinnslu er átt við framleiðslu á kímefnum með íblöndun magnesíum og fleiri málma, hreinsun á kísiljárni og hreinsun á kísil til að mæta ströngustu kröfum um hreinleika málmsins.

Í starfsleyfinu segir m.a. að endurskoða skuli það að jafnaði á fjögurra ára fresti samanber reglugerð. Tilkynna skuli eftirlitsaðila ef ný framleiðslueining hefur starfsemi. Verði rekstri verksmiðjunnar eða verulegs hluta hennar hætt tímabundið eða varanlega skal gera ráðstafanir til þess að úrgangi sé fargað á viðurkenndan hátt. Þynningarsvæði vegna loftmengunar af völdum brennisteinsdíoxíðs, sbr. 22. gr. reglugerðar nr. 787/1999 um loftgæði, skal vera hið sama og þynningarsvæði iðnaðarsvæðisins á Grundartanga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is