01. september. 2009 11:05
Gömlu postulínssalerni af Gustafsbergs gerð var stolið úr salernishúsi Akraneskaupstaðar við Skógræktina Garðalund síðastliðinn fimmtudag. “Þetta mun hafa gerst milli klukkan 17 og 22 á fimmtudagskvöldið. Því hefur stuldurinn átt sér stað um bjartan dag. Líklega er þetta með skrítnari birtingarmyndum kreppunnar sem ég hef séð fram að þessu, en hverju getur maður ekki átt von á?” spyr Guðni Haraldsson næturvörður hjá Öryggismiðstöðinni í samtali við Skessuhorn. Hann biður jafnframt þá sem upplýsingar geta gefið um meintan salernisskálarþjóf að láta lögreglu vita.