Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2009 03:05

Mikil aukning í fimleikaiðkun á Akranesi

Fimleikafólk á Akranesi. Ljósm. seþ.
Æfingar eru að byrja þessa dagana hjá Fimleikafélagi Akraness. Að sögn Sævars Haukdals formanns félagsins var nú í fyrsta skipti hægt að taka við öllum þeim sem sýndu íþróttinni áhuga. Eru þeir hvorki fleiri né færri en rúmlega tvö hundruð sem ætla að stunda fimleikana í vetur, ungmenni á aldrinum 6-18 ára. Fyrir utan þennan hóp eru kornungir iðkendur í íþróttaskóla félagsins á aldrinum 2.-5. ára. Þar er ennþá hægt að bæta við. Sævar segir að frá því Fimleikafélag Akraness var stofnað 1992 hafi íþróttin átt vaxandi vinsældum að fagna í bænum. Ástæður þess að nú er í fyrsta sinn hægt að taka við öllum áhugasömum iðkendum segir Sævar að séu þær að félagið fær nú tíma fyrr á daginn en áður. Þá hafi nýjum yfirþjálfara, Maren Ósk Elíasdóttur, tekist að setja saman góða tíma- og tækjaföflu, þar sem gólfpláss og áhöld nýtast mjög vel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is