Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2009 04:02

Samræmd próf í tíunda bekk haldin á algengum réttardegi

Börn og ungmenni gera mikið gagn í Þverárrétt.
Samræmd próf í grunnskólum hafa oft verið gagnrýnd af ýmsum ástæðum. Virðist ráðuneyti og skólayfirvöldum fyrirmunað að sneyða hjá vandræðum hvað samræmdu prófin varðar. Ný lög og reglugerð um grunnskóla kveða á um að samræmd könnunarpróf skuli fara fram í 10. bekk snemma á skólaári. Fræðslunefnd Borgarbyggðar gerði athugasemd til menntamálaráðuneytisins vegna þessara laga á síðasta vetri og benti á að æskilegt væri að prófin yrðu ekki þá daga að haustinu sem réttir stæðu yfir í sveitum landsins, þar sem nemendur í elsta bekk grunnskóla væru mikilvægt vinnuafl til sveita. Ekki var tekið tillit til þessara ábendinga fræðslunefndar Borgarbyggðar og er fyrsti dagur samræmdu prófanna mánudagur 14. september. Það er einmitt sama mánudag í september, sem er mjög algengur réttardagur um allt land, þar af eru nokkrar réttir í Borgarfirði, til að mynda Þverárrétt, stærsta fjárrétt landsins. Af þessum sökum má gera ráð fyrir að réttin standi lengra fram á daginn en venjulega. Bændur verði sumir hverjir ekki komnir með féð heim fyrr en í svartamyrkri.  

Ekki lengur valkvæð

Samræmdu prófin eru í íslensku, stærðfræði og ensku. Í bréfi frá Námsmatsstofnun til allra hlutaðeigandi, segir að hlutverk prófanna hafi breyst frá því sem verið hefur og eru ekki lengur valkvæð. Þau gegna nú fyrst og fremst upplýsingahlutverki, fyrir nemendur, forráðamenn, skóla og skólayfirvöld. Þau eru ekki liður í inntökuferli framhaldsskóla. Til að sinna best upplýsingahlutverkinu verða þau lögð fram eins snemma skólaárs og kostur er. Tilgangur prófanna er að þau gefi vísbendingar um hvar nemandinn standi í náminu, hvar megi skerpa á þekkingu og færni.

 

Foreldrar óánægðir

Foreldrar 10. bekkinga í Varmalandsskóla í Borgarfirði höfðu samband við Skessuhorn og létu í ljósi mikla óánægju með þessa ráðstöfun. Þeim fannst skrítið að einmitt þyrfti að velja þennan tíma fyrir samræmdu prófin, aðrar vikur í mánuðinum bæði fyrir og eftir hefðu verið betri, enda sést það á skrá yfir réttir í landinu.

Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Varmalandsskóla segir að úr þessu verði engu breytt og mikilvægt að krakkarnir mæti í prófin. „Foreldrar eru búnir að hafa samband og óskuðu efir að fá að sækja börnin í skólann þegar þau verða búin með prófið. Þannig verður það, því það er gott bæði fyrir börnin og foreldrana að þau taki prófið,“ segir Inga. En þess má geta að það er fastur liður á Varmalandi að allur skólinn fari í Þverárrétt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is