03. september. 2009 12:03
 |
Ingibjörg Daníelsdóttir formaður nefnarinnar afhendir Þorsteini viðurkenningu fyrir hreinsunarstarf. |
Síðastliðinn laugardag voru umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar fyrir árið 2009 afhentar í landbúnaðarsýningunni Glætu í Reiðhöllinni í Borgarnesi. Veitt voru fern verðlaun. Fyrir myndarlegasta býlið, snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði, snyrtilegustu lóð við íbúðarhús og síðan voru ein verðlaun veitt sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd hafði frjálsar hendur um val á. Verðlaun fyrir myndarlegasta býlið komu í hlut ábúenda Brúarlands á Mýrum, fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði fékk gróðrarstöðin Laugaland í Stafholtstungum verðlaun og fyrir snyrtilegasta garðinn hlutu verðlaun Jón Finnsson og Sólrún Rafnsdóttir á Kjartansgötu 6 í Borgarnesi. Sérstök verðlaun nefndarinnar hlaut síðan Þorsteinn Pétursson frá Hömrum, íbúi á Dvalarheimilinu í Borgarnesi, fyrir hreinsunarstarf á lóð DAB og næsta nágrenni hennar.
Fjallað er um viðurkenningarnar í Skessuhorni sem kom út í gær.