Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2009 01:02

Margir tilnefndir til umhverfisverðlauna Hvalfjarðarsveitar

Ruth og Jón í Gröf.
Á sumarlokahátíð íbúa Hvalfjarðarsveitar sem fram fór að Hlöðum síðastliðinn laugardag voru veitt umhverfisverðlaun Hvalfjarðarsveitar fyrir þetta ár. Það fer varla fram hjá þeim sem aka um Hvalfjarðarsveitina að þar er víða snyrtilegt og fékk dómnefnd margar tilnefningar til umhverfisverðalauna. Úr þessum fjölda tilnefninga voru valin til aðalverðlauna hjónin í Gröf  II í Hvalfjarðarsveit, Jón Eiríksson og Ruth Hallgrímsdóttir. Af þeim stöðum sem tilnefndir voru til umhverfisverðlauna Hvalfjarðarsveitar hafði Gröf II nokkra sérstöðu að mati dómnefndar. „Í Gröf er einstaklega fallegur garður þar sem mikil vinna er augljóslega lögð í að halda honum í horfi. Beðin eru falleg og upphækkuð með steinum, möl er í stígum og grasflötin vel hirt. Tegundafjölbreytni er þónokkur og greinilegt að mikil alúð er lögð í garðinn. Þá er aðkoman að bænum líka öll til fyrirmyndar,“ segir í mati dómnefndar. Rætt verður við Ruth og Jón í Skessuhorni í næstu viku.

Þetta var í þriðja sinn sem umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar stendur fyrir veitingu verðlaunanna en þau hafa hlotið: Eystri-Leirárgarðar, Hríshóll og Tamningastöðin í Steinsholti. Umhverfisnefnd leggur talsvert upp úr veitingu verðlaunanna og notar um leið tækifærið að leggja áherslu á ásýnd og umgengni í sveitarfélaginu. Til liðs við sig fær nefndin utanaðkomandi aðila til að mynda dómnefnd. Hefur það fyrirkomulag reynst vel og jafnframt verið lærdómsríkt, að sögn Arnheiðar Hjörleifsdóttur formanns umhverfisnefndar. „Glöggt er jú gests augað og það er ánægjulegt að sjá hvað fulltrúar í dómnefnd hafa haft jákvæð og uppbyggileg orð um sveitarfélagið en almennt má segja að umhverfisásýnd í Hvalfjarðarsveit sé til prýði fyrir samfélagið,“ segir Arnheiður.

 

Þau býli, byggingar og svæði sem að þessu sinni voru valdin til umhverfisverðlauna í Hvalfjarðarsveit eru eftirfarandi: Hríshóll, Veiðihúsið við Laxá, Hallgrímskirkja í Saurbæ, Braggahverfið á Miðsandi, Litli-Melur, Hagamelur 10, Melaleiti, Hagamelur 11, Ferstikluskáli, Galtarholt, Eystra-Súlunes, Geldingaá, Eystra-Miðfell, Hlíð (Vestra-Miðfell), Skógræktarsvæði skógræktarfélags Skilmannahrepps, Gröf II, Þaravellir, Sumarbústaður upp með Laxá í Leirársveit í eigu Sólveigar Jónsdóttur, Sumarbústaðhverfið í Svarfhólsskógi, Eystri-Leirárgarðar og Hnjúkur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is