Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2009 02:05

Kornþresking hafin á Vesturlandi

Haraldur Magnússon bóndi í Belgsholti í Melasveit er meðal þeirra vestlensku bænda sem byrjaðir eru að þreskja korn. Hann hóf þreskingu akra sinna á sunnudaginn. Var hann að þreskja 15 hektara samfelldan akur á nágrannabænum Melum þegar þessi mynd var tekin. Á Melum er rekið stórt svínabú og er á akurinn eingöngu borinn svínaskítur sem áburður. “Í fyrra komu um 4,5 til 5 tonn af hektara af 85% þurru korni. Reyndar reikna ég með heldur minni uppskeru í ár þar sem ég bar minni skít á núna í vor. Í fyrra var svo mikil uppskera á Melum að kornið lagðist svo mikið að erfitt reyndist að ná því upp. Engu að síður lítur kornið vel út núna og er ágætlega þroskað,” segir Haraldur. Á akrinum á Melum sáði Haraldur byggkvæmunum skegglu og kríu og segir hann að skegglan hafi verið fyrri til í þroska. Hluta þessarar uppskeru þurrkar hann síðan og notar til sáningar næsta vor.

Samtals ræktar Haraldur í Belgsholti korn á 50 hekturum lands, helmingur akranna er í Belgsholti en hinn helmingurinn á Melum.

 

Samkvæmt heimildum Skessuhorns er þresking hafin víðar á Vesturlandi, meðal annars í Dölum, og verður fjallað nánar um það í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is