Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2009 03:02

Ánægður að koma til starfa að nýju í Borgarfirðinum

Kári Aðalsteinsson.
„Ég er mjög ánægður að vera kominn með annan fótinn heim í Borgarfjörðinn aftur og vonast til að geta skilað Borgarfirðinum einhverju af því sem ég þáði í uppvextinum. Ég þurfti ekki að hugsa mig mikið um þegar mér bauðst þetta starf eftir að hafa verið að mestu í verktakastarfsemi í 25 ár. Það er mjög gaman í kennslunni og að geta miðlað af reynslunni. Ég hef sjálfsagt verið heppinn að skipta yfir á þessum tíma þegar þenslan var að mestu um garð gengin,“ segir Kári Aðalsteinsson sem verið hefur garðyrkjustjóri og sinnt kennslu við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri frá vorinu 2008. Kári er meðal kennara og leiðbeinenda í umhverfisskipulagi á Hvanneyri og aðalstarfsstöð hans er þar, ásamt garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem hann sinnir verklegri kennslu yfir vetrarmánuðina.

Kári þekkir vel til á báðum þessu stöðum, Hvanneyri frá tíma sínum í Borgarfirði og Reykjum frá því hann nam þar garðyrkju á sínum tíma. Segja má því að Kári sé algjörlega á heimavelli í starfi sínu við Landbúnaðarháskólann.

 

Sjá viðtal við Kára í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is