Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2009 04:02

Fjölbreyttur búskapur á Brúarlandi

“Hér er aðallega stundaður svínabúskapur en einnig sauðfjárbúskapur og ýmislegt annað,” segir Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi á Brúarlandi í fyrrum Hraunhreppi sem hlaut umhverfisviðurkenningu Borgarbyggðar fyrir að vera myndarlegasta býlið. Á Brúarlandi býr hann ásamt konu sinni Snjólaugu Guðmundsdóttur, Brynjúlfi syni þeirra, konu hans Theresu Vilstrup Olesen og ungri dóttur þeirra Dóru Karólínu. “Þetta er eiginlega þannig að þeir feðgarnir sjá um svínabúið, yngri hjónin eru með sauðféð og nokkra hesta og svo höfum við konurnar talsvert að gera í öðrum verkefnum. Theresa er hér með netverslun með vistvænan barnafatnað undir heitinu happygreenkids.is og ég fæst við að þæfa ull og vefa og svo er ég með handverksverslun hér. Theresa er svo að þreifa sig áfram með repjuræktun til að framleiða matarolíu,” segir Snjólaug og bætir við að umhverfisverðlaunin hafi komið þeim á óvart. “Ég er samt fegin því að þetta var valið myndarlegasta býlið en ekki snyrtilegasta, því það er ábyggilega snyrtilegra víða annarsstaðar en hér. Við reynum að ganga vel um en það má alltaf bæta um betur,” segir Snjólaug af hógværð. Sjá nánar spjall við Brúarlandsfólkið í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is