Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2009 08:03

Skagfirsk sveifla í samkomuhúsinu

Í Samkomuhúsinu við Þverárrétt í Þverárhlíð hefur verið haldið töðugjaldaball í áratugi, uppskeruhátíð eftir heyskapinn og sumarið í heild. Ball þetta er alltaf síðasta föstudag í ágúst. Þar er allt með föstum skorðum, nema hvað Gunnar á Grjóti er hættur húsvörslu og aðrir teknir við því starfi. Sem fyrr eru það kvenfélagskonurnar í sveitinni sem standa fyrir dansleiknum sem sinni helstu fjáröflunarleið og einnig sem fyrr er það Geirmundur Valtýsson, skagfirski sveiflukóngurinn, sem mætir með hljómsveit sína til að spila fyrir dansi. Þarna er alltaf fullt út úr dyrum, mikið spjallað, dreypt á fleigum og dansað eins og plássið leyfir. Er nú alltaf fullt út úr dyrum í litla samkomuhúsinu þegar ballið er haldið. Á móti gestum hljómar tónlistin hans Geirmundar þegar inn er komið, þessi létti taktur sem einhvern veginn hrífur alla til að dansa. “Ég man ekki hvað ég er búinn að spila í Þverárrétt í mörg ár, líklega eru þau að nálgast tuttugu, það hefur hins vegar ekki orðið messufall síðan ég byrjaði, alltaf síðasta föstudaginn í ágúst,” segir Geirmundur í samtali við blaðamann í fyrstu pásunni þetta kvöld.

Sjá viðtal við sveiflukónginn í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is